
Allar nýjustu fréttir frá Kaldbaksferðum;
Frí, uppfærslur og hátíðir…
PÁSKAR Á KALDBAK
01.04.23 Páskar á Kaldbak!
Minnum fólk á að panta tímanlega. Pantanir í síma 867-3770.
Skipulagðar ferðir klukkan 10:00, 13:00 og 16:00.
Gleðileg jól 2022
24.12.22 Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Vonum að sjá sem flesta á nýju ári.
Takk fyrir okkur!
24.05.22 Við hjá Kaldbaksferðum viljum þakka fyrir liðinn vetur en við höfum lokað hjá okkur í ár. Skemmtilegur vetur að baki en hefði þó mátt vera snjóþyngri hjá okkur. Sjáumst hress og kát á næsta ári. Gleðilegt sumar.
vetur 2022
14.01.22 Við tökum fagnandi á móti nýjum skíðavetri. Snjór í fjallinu er með mesta móti og það lítur vel út fyrir góðan skíða og útivistar vetur.
Jól 2021
11.12.21 Jólakveðjur frá Kaldbaksferðum!
Minnum á jólagjafirnar handa þeim sem virðast eiga allt. Stóru, sterku íslensku snjóþoturnar Kaldbakur, henta ungum sem öldnum, stórum sem smáum. Þær voru upprunalega hugsaðar að renna sér á niður brekkur en þær hafa einnig reynst skíðagöngugörpum vel til dráttar. Þoturnar eru að finna hjá þeim söluaðilum í linknum hér fyrir neðan.
Einnig minnum við á sígildu gjafabréfin okkar en þau hafa verið vinsæl jólagjöf undanfarin ár, þau eru að finna hjá okkur í síma 8673770. Gleðileg jól og vonumst að sjá sem flest ykkar á nýju ári.
takk fyrir veturinn
30.05.21 Þá er lokið við allar ferðir ársins 2021 og sumarið formlega komið. Við þökkum kærlega fyrir allan þann fjölda af frábæru fólki sem kom og var með okkur að þessu sinni. Hlökkum til að sjá sem flest ykkar aftur í snjónum á næsta ári!
Sóttvarnarráðstafanir
27.03.21 Vegna sóttvarnaráðstafana yfirvalda sem taka gildi 25. mars og til og með 15. apríl 2021Kaldbaksferðir geta einungis boðið upp á einkaferðir fyrir allt að 10 manna hópa. Bókanir í síma: 867-3770.
Vefmyndavél komin í loftið
19.04.21 Við tilkynnum það með ánægju að vefmyndavélin sem er búin að vera niðri hjá okkur í nokkurn tíma er aftur komin í loftið og nú er aftur hægt að skoða mynd af Kaldbaki live í gegnum hlekk hérna á vefnum. Myndavélin tekur nýja ljósmynd á 3ja mínútna fresti. Við þökkum þolinmæðina sem að þið hafið sýnt okkur.
Gleðilegt árið!
12.02.21 Árið byrjar með látum hjá okkur og erum við á fullu að fara með hópa upp á Kaldbak.
Vegna samkomutakmarkanna þá megum við aðeins taka stóra skylda hópa eða allt að 20 fullorðna í hvorn troðara, lágmarksfjöldi fyrir pantanir eru 10 fullorðnir en við sjáum okkur ekki fært að blanda saman óskyldum hópum og viðhalda fjarlægðartakmörkunum.
Við reynum okkar besta að gera þetta að góðum vetri og samt vera skynsöm.
Sjáumst hress og kát í vetur.
vetur 2019
23.02.19 Gaman að segja frá því að umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á tækja kosti en á síðasta ári voru seldir tveir snjótroðarar og keyptur einn PB600 með sætafjölda fyrir 32. Nú er samanlögð flutningsgeta 64 fullorðnir í ferð. Vonumst við eftir að geta troðið braut á álagstímum en mylla er á nýja troðaranum.
Páskar með kaldbaksferðum!
27.03.18 Verðu páskunum með okkur á Kaldbak! Pantanir í síma 867-3770. Skipulagðar ferðir klukkan 10:00, 13:00 og 16:00 !