Kaldbaksþotan

Sagan um Kaldbaksþoturnar

Frá upphafi var ljóst að flestir sem komu á Kaldbak heilluðust af brekkunum og langað að renna sér niður. Byrjað var að kaupa diska, rassaþotur og snjóþotur en allt reyndist illa og brotnaði undireins. Það var reynt að finna þotur erlendis frá sem myndu henta okkur en ekkert fannst. Þá var farið í að skoða með að framleiða þetta á Íslandi, við sáum hvað plastið frá Sæplast á Dalvík var gott og úr varð að við hönnuðum þotu í sameiningu sem hafði alla þá kosti sem við þurftum. Styrk, næga stærð og það að hún gæti staflast vel. Bónusinn var að margir skíðagönguhópar og einstaklingar hafa notað hana sem pulku en hún hentar vel til dráttar . Hún er einungis 3,5kg, 120 cm á lengd og 60 cm þar sem hún er breiðust og er til blá, rauð og gul.


Söluaðilar þotunnar…

Skíðaþjónustan Akureyri

Fjölnisgötu 4b, 603 Akureyri

Hornið: Veiði- og Sportvöruverslun

Kaupvangsstræti 4, 600 Akureyri


Og að sjálfsögðu er hægt að versla þoturnar hjá okkur, Kaldbaksferðir EHF.

Réttarholti II, 616 Grenivík