Fréttir

Allar nýjustu fréttir frá Kaldbaksferðum;
Frí, uppfærslur og hátíðir…


Gleðilegt árið!

12.02.21 Árið byrjar með látum hjá okkur og erum við á fullu að fara með hópa upp á Kaldbak.
Vegna samkomutakmarkanna þá megum við aðeins taka stóra skylda hópa eða allt að 20 fullorðna í hvorn troðara, lágmarksfjöldi fyrir pantanir eru 10 fullorðnir en við sjáum okkur ekki fært að blanda saman óskyldum hópum og viðhalda fjarlægðartakmörkunum.
Við reynum okkar besta að gera þetta að góðum vetri og samt vera skynsöm.
Sjáumst hress og kát í vetur.


vetur 2019

23.02.19 Gaman að segja frá því að umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á tækja kosti en á síðasta ári voru seldir tveir snjótroðarar og keyptur einn PB600 með sætafjölda fyrir 32. Nú er samanlögð flutningsgeta 64 fullorðnir í ferð. Vonumst við eftir að geta troðið braut á álagstímum en mylla er á nýja troðaranum.


Páskar með kaldbaksferðum!

27.03.18 Verðu páskunum með okkur á Kaldbak! Pantanir í síma 867-3770. Skipulagðar ferðir klukkan 10:00, 13:00 og 16:00 !